Flutningur á vef

Jæja já – mikið verið bloggað undanfarin „ár“.

Nú stendur til að létta á viftuþeytingum heimilisins og flytja allar þjónustur í „skýjið“ víðfræga.  Fyrstu skref hafa verið tekin, vefirnir: http://www.austurgata.net, siggi.austurgata.net og sigrunbirta.net, sem eru wordpress vefir, hafa allir verið fluttir á wordpress.com.

Næstu skref verður að flytja tölvupóstþjónustur yfir á gmail, vitaskuld þarf að halda lénum réttum, þ.e. að siggi@ austurgata.net og a47.net virki áfram 🙂

Eftir sitja þá tveir vefir og lén, hlemmur.is og urta.is.  Hlemmur geymir „statísk“ gögn frá rekstri gallerí hlemms og mega ekki glatast og teljast til listasögunnar.   urta.is er vefverslun og upplýsingaveita fyrir urta.islandica.  Þessu á ég enn eftir að finna endanlegan stað.  Auk þess fylgja þessum lénum vitaskuld netföng sem þurfa að vera til staðar áfram.

Nafnaþjónustur þarf einnig að flytja úr húsi, primary nafnaþjónn er staðsettur heima við, en secondary hjá 1984.is sem er ókeypis nafnþjónusta.  Sennilega flyt ég primary þangað líka.

Við þessar breytingar þá ætti að lækka eitthvað í blástri netþjóna heima við 🙂

Auglýsingar

Hundasýning HRFÍ 20 nóvember 2011

Funi og Folda tóku þátt í hundasýningu HRFÍ sunnudaginn 20 nóvember.  Þau voru okkur til sóma, fengu bæði Excellent dóm og höfnuðu bæði í öðru sæti í sínum flokki.  Funi keppti í Unghundaflokki og Folda í Ungliðaflokki.

Bræður Funa, Breki, Jaki, Klaki og Frosti voru einnig í sama flokki, þrír af þeim fengu Excellent dóm og einn Very Good, sem hlýtur að teljast harla gott úr einu goti 🙂

Dómari var: Blaz Kavcic

Umsögn um Foldu:  „Good type and size, low female head. Good neck, topline and body. Angular still a bit open in front. Movement sound. Not yet compleatly balanced and free

Umsögn um Funa: „A bigger male of good type. Low head, good neck, topline and body. Long with angular legs of a good bone. Medium balance and movement.

Myndarlegir hundar 🙂

Funi og Þangbrandur

Þangbrandur sýndi Funa

Þórdís Káradóttir og Folda

Þórdís Káradóttir sýndi hana Foldu


Gamla myndasafnið komið á sinn stað

Loksins loksins hafði ég það af að koma upp myndasafninu aftur, markmiðið er þó að flytja allt yfir á Picasa vefinn – en það kemur síðar.

Slóðin er http://gallery.austurgata.net


Netþjónsuppfærsla

Rauð laus á hörðum diskum og önnur leiðindi hrjáðu gamla netþjóninn.  Nú er næstum allt klabbið komið yfir á aðra vél – nema hvað að gamli vefurinn hefur fengið smá kjaftshögg og eitthvað af skrám í undarlegu ástandi.

Vefirnir http://www.austurgata.net, http://www.hlemmur.is (.com & .net), urta.is, siggi.austurgata.net  og sigrunbirta.net sýnast mér hafa sloppið áfallalaust og virki jafnvel eftir yfirfærsluna

🙂

S.


Skírnarorð Þóru

Þangbrandur Húmi Sigurðsson

Niðurdýfingarskírn í Hrunalaug Hvítasunnu 23. Maí 2010

Kæra fjölskylda.

Við erum hér samankomin til að taka þátt í skírnarathöfn þar sem Þangbrandur Húmi ætlar að staðfesta barnaskírn sína og taka niðurdýfingarskírn eins og systkyni hans hafa gert á undan honum. Í barnaskírninni fékk hann nafnið sitt sem er tilkomumikið og vísar í sögulegan tíma í trúarlífi Íslendinga en Þangbrandur prestur ferðaðist um Ísland fyrir þúsund árum og skírði fólk í hinum ýmsu lindum laugum og ám sem fyrirfinnast á landinu.

Vatn. Er mynd sem notuð er um líf, lifandi vatn um heilagan anda. Lind hjálpræðisins. Þar er uppspretta lífsins. Fyrirmynd skírnarinnar er þegar Jóhannes skírari skírði Jesú í ánni Jórdan.

Sigrún Birta les fyrir okkur um þann atburð.

Við Betesdallaug, við sauðahliðið, þar sem fólk læknaðist. Jesús sagði við manninn „Viltu verða heill‘?

Þessi heita  laug var  einmitt einmitt notuð sem kinda bað en oft er vísað í hina trúuðu sem sauði Guðs. Vatnið, vindurinn og eldurinn er tákn heilags anda sem úthellt var á Hvítasunnudag, eftir að Jesú hafði verið krossfestur, dáinn grafinn, upprisinn og stiginn upp til himna.

Heitið „postullega trúarjátningin“ er að stofni til skírnarjátning kirkjunnar í Róm sem rekja má í heimildum til annarrar aldar.byggist á helgisögu um að postularnir tólf hafi hinn fyrsta hvítasunnudag sagt fram kristna trú undir leiðsögn Postullega trúarjátningin (symbolum apostolicum) heilags anda og hver lagt sitt af mörkum.

Postullega trúarjátningin

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

„Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. Í bakgrunninum er Esekíel 47,1-12 um vatnið sem rennur undan austurdyrum musterisins og verður að fljóti sem gefur mönnum og náttúrunni líf. Laufblöð aldintrjánna á bökkum árinnar munu verða notuð til lyfja. Þessi mynd birtist aftur í Op. 22,1-6 af móðu lífsvatnsins og lífsins tré hvers blöð verða notuð til lækningar þjóðanna. – Þetta tengist hinu almenna prestsdæmi um að allir kristnir menn séu prestar.

Sending postulanna 12 til að prédika og lækna á meðal „týndra sauða af Ísraelsætt“ kemur í beinu framhaldi af guðspjallinu. Nærvera guðsríkisins er alls staðar sterk hvar sem Jesús kemur. Hún er ekki bara í orðum heldur í anda og krafti.

Syngjum Davíðssálm 23, enda við hæfi í iðagrænu grasi í íslenskri náttúru

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.  
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.  

Sigurjón Árni Eyjólfsson segir að Lúther  geri ráð fyrir almennu prestafélagi. Samkvæmt honum er enginn munur á mönnum vegna vígslu, aldurs eða kynferðis; allir er jafnir. Einungis skírnin skilur kristna menn frá öðrum og fyrir hana endurreisir Guð manninn til þeirrar myndar sem hann er skapaður í . Hún gerir alla kristna að konunglegu prestafélagi og þar með gerir hún alla jafna innan kirkjunnar. Því fullyrðir Lúther: „Sá sem stígur upp úr skírnarvatninu, getur hrósað sér af því að vera nú þegar prestur, biskup og páfi“. Þannig eru ekki til betri eða verri sakramenti eftir því hver veitir þau og í iðrunarsakramentinu er ekki meira veitt þó páfi, biskup, hinn aumasti prestur eða hinn venjulegi safnaðarmeðlimur veiti það.

Lúther gekk enn lengra og leit á heimilið sem hússöfnuð, þar sem heimilismenn skyldu halda guðsþjónustur. Húsráðanda á heimilinu bar að leiða guðþjónustuna og þessu hlutverki sinnti Lúther á eigin heimili. Heimilið er samkvæmt skilningi hans kirkja og fjölskyldan er visst endurskin af musteri Guðs.

FARIÐ TIL SKÍRNAR

Farið með Faðir vor

Það er Pétur postuli sem færði okkur þessi fögru orð í hendur að arfleifð: „En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til ljóssins“

Skíri í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda

Sungið lag:

Ég hugsa stundum um það Drottinn
Hvernig gat ég lifað án þín
Án þíns mikla kærleika, án föðurhjarta þíns,
En núna er ég barn þitt,
Ég er hluti af þinni fjölskyldu,
Og ég verð aldrei einmana,
Því  Drottinn, þú ert hér við hlið mér.
: ; Ég vil syngja lofsöng,
ég vil syngja lofsöng,
ég vil syngja lofsöng,  að eilífu. : ;

Þóra Þórisdóttir


Skírnarveisla Þangbrands

Á annan í Hvítasunnu fagnaði Þangbrandur því að hafa tekið skírn (fermst).  Boðið var til veislu á Austurgötunni sem var vel sótt af góðum gestum.

Ekki spillti veðrið fyrir og nutu svalirnar sín sérstaklega vel.

Fleiri myndir í myndasafninu á Picasa.


Skírnardagur Þangbrands

Þangbrandur ákvað að taka niðurdýfingarskírn líkt og systkini sín.  Athöfnin fór fram í Hrunalaug í fögru veðri á Hvítasunnudag.

Þóra sá um skírnina í þetta sinn.  Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffi og með því.

Fleiri myndir í myndaalbúminu á Picasa.